Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep: Blind manneskja áttar sig á því hversu frábær leikmaður hann er
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Man City, hrósaði Rayan Cherki, leikmanni liðsins, fyrir markið sem hann skoraði í 2-0 sigri liðsins gegn Brentford í enska deildabikarnum í gær.

Hann skoraði framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyni með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn.

„Þetta var frábært mark, blind manneskja áttar sig á því hversu frábær leikmaður hann er. Það þarf ekki að vera fréttamaður eða stjóri til að átta sig á því," sagði Guardiola.

„Ég hef séð svona mark oft hjá Foden og De Bruyne, ég er ánægður að þetta opnaði leikinn."
Athugasemdir
banner
banner