mán 02. mars 2020 08:37
Magnús Már Einarsson
Líklegast að Koulibaly fari til Manchester United
Powerade
Koulibaly gæti fært sig um set í sumar.
Koulibaly gæti fært sig um set í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með góðar slúðursögur fyrir sumargluggann.



Jadon Sancho (19) kantmaður Borussia Dortmund er ekki að hugsa um framtíð sína þrátt fyrir að hann hafi verið orðaður við bæði Manchester United og Liverpool. (Mail)

Tottenham vill fá Ben Foster (36) markvörð Watford en hann verður samningslaus í sumar. (Sun)

Tottenham vill einnig hafa betur gegn Roma í baráttunni um Chris Smalling (30) varnarmann Manchester United. Smalling er í dag á láni hjá Roma. (Calciomercato)

Manchester United er í bílstjórasætinu í barátttunni um Kalidou Koulibaly (26) varnarmann Napoli. Real Madrid og PSG vilja líka fá Koulibaly. (Express)

Giuseppe Moratta, framkvæmdastjóri Inter, hefur áhyggjur af því að Serie A ljúki ekki á þessu tímabili vegna kórónu veirunnar. (Mail)

UEFA ætlar að hafa neyðarfund í vikunni vegna kórónu veirunnar en hún gæti haft áhrif á Meistardeildina og EM í sumar. (Mirror)

Manchester United er að skoða Nathan Collins (18) varnarmann Stoke. (Sun)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gæti fengið minna fé til leikmannakaupa í sumar ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina. (Goal)

Alexander Sorloth (24), framherji Crystal Palace, er á óskalista Sheffield United, Aston Villa og Newcastle en hann er í dag á láni hjá Trabzonspor í Tyrklandi. (HITC)

Leikmenn Crystal Palace vilja að Roy Hodgson (72) geri nýjan samning við félagið en hann verður samningslaus í sumar. (Telegraph)

Dries Mertens (31) er nálægt því að gera nýjan samning við Napoli. Belginn verður samningslaus í sumar en Chelsea hefur sýnt honum áhuga. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner