Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 02. mars 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Pogba að snúa aftur til æfinga
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, mun snúa aftur til æfinga í vikunni samkvæmt heimildum ESPN.

Hinn 26 ára gamli Pogba hefur ekkert spilað síðan á annan í jólum en hann hefur verið að jafna sig etir aðgerð á ökkla.

Samtals hefur Pogba einungis spilað átta leiki á tímabilinu en hann meiddist fyrst í september og var lengi frá keppni eftir það.

Pogba hefur verið í endurhæfingu í Dubai og hann hefur núna fengið grænt ljós á að hefja æfingar að nýju í vikunni.

Frakkinn gæti komið aftur inn í lið Manchester United um miðjan mánuðinn ef æfingar ganga vel.
Athugasemdir
banner
banner