Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 02. mars 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Segir að Sancho vilji ekki fara frá Dortmund
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, segir að kantmaðurinn Jadon Sancho sé mjög ánægður hjá félaginu og að hann vilji ekki fara annað.

Hinn 19 ára gamli Sancho hefur verið orðaður við mörg félög í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað fjórtán mörk á tímabilinu og lagt upp fjórtán.

„Ég held að tilfinning hans sé sú að félagið eigi bjarta framtíð. Ég held að hann vilji ekki fara," sagði Watzke.

„Þetta snýst ekki um peninga. Það væri best fyrir okkur ef hann verður áfram hjá Borussia Dortmund."

„Við eigum nægilega mikið af pening. Við viljum vinna titla. Ég held að þetta lið hafi meiri möguleika á því með Jadon innanborðs heldur án Jadon."

Athugasemdir
banner