Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Hannes og Beggi ræða fjaræfingar - „Það standa allir saman í þessu"
Frá fjaræfingum Vals.
Frá fjaræfingum Vals.
Mynd: Skjáskot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson og Bergsveinn Ólafsson voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag en þátturinn er í hlaðvarpsformi vegna samkomubanns. Þeir ræddu íslenska tímabilið og hvernig æfingum hefur verið háttað síðustu vikur.

Íþróttafélög á Íslandi mega ekki hafa skipulagðar hópæfingar á meðan samkomubanninu stendur en ljóst er að Pepsi Max-deildin fer ekki af stað fyrr en í fyrsta lagi um miðjan maí.

Liðin voru að klára undirbúningstímabilið fyrir deildina áður en kórónaveiran herjaði á Ísland og ljóst að það verður öðruvísi bragur á deildinni þegar hún hefst.

Bergsveinn ræddi um fjaræfingar Fjölnis og hvernig þeim er háttað en það er reynt að gera það besta úr ástandinu.

„Við erum að æfa sex daga vikunnar. Við erum með prógram frá einkaþjálfara sem við gerum þrjá daga vikunnar og svo erum við með lengri hlaup og styttri hlaup sem við gerum sjálfir. Við erum með Playr-búnaðinn á okkur þannig það er enginn sem kemst upp með að gera þetta ekki. Það er fylgst grannt með því en enginn skipulagður hittingur," sagði Bergsveinn.

„Það er búið að hvetja okkur að fara í bolta og fara tveir saman að halda touchinu. Ég stalst á Kópavogsvöll og var í hlaupaskóm og það glytti í fótbolta þannig ég tók nokkra trillur og sparkaði í vegg en maður verður bara að aðlaga sig og reyna að halda sér í einhverskonar boltaformi."

„Ég safnaði saman í klefachill í meetings. Það var fínt að heyra hljóðið í mönnum og hvað menn væru að gera. Það var ágætt og það er eini formlegi hittingurinn sem við höfum verið með,"
sagði hann ennfremur.

Hannes, sem er á mála hjá Val, segir að hlutunum sé háttað á samskonar hátt en Jóhann Emil Elíasson, yfirstyrktarþjálfari Vals, sér um að halda leikmönnum á tánum.

„Við gerum þetta reglulega. Það var æfing í gær þar sem við eigum möguleika á tímum þar sem við kveikjum á forritinu klukkan 10 eða hálf 5. Það er frídagur í dag en það er bara þannig að það er eitt frí í viku."

„Jói styrktarþjálfari er með prógram sem við erum vanir að gera en annað hvort er þetta líkamsþyngd eða teygjutengt. Þetta er hörku erfitt og tekur á og ekkert öðruvísi ef við værum niðri í Val eða heima á stofugólfinu."


Það er auðvitað ekki komin nákvæm dagsetning á því hvenær Íslandsmótið hefst en Hannes og Bergsveinn eru sammála um það að draumastaðan væri að fá þrjár vikur í undirbúning fyrir mótið.

„Ég veit það ekki. Ég held að það þurfi ekki svo margar og það eru allir að halda sér við. Það koma allir fit til baka og við gleymum ekkert hvernig við eigum að sparka bolta á nokkrum vikum og allar sumardeildir heimsins eru með 5-6 vikna undirbúningstímabil og það eru allir í þessu saman í þessu ástandi."

„Það eru allir ryðgaðir og þrjár vikur væri draumastaðan en við veðrum komnir það langt inn í sumarið þannig við verðum að byrja þetta eins hratt og hægt er,"
sagði Hannes ennfremur.
Útvarpsþátturinn - Farið yfir málin með Hannesi og Begga Ólafs
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner