Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 02. apríl 2021 21:42
Brynjar Ingi Erluson
1. apríl grín fór illa í þjálfara í Rúmeníu - Sagði upp störfum
Fyrsti apríl er dagur grínsins og voru ansi mörg skemmtileg grín í boði í gær en það hitti þó ekki alveg í mark hjá rúmenska C-deildarliðinu Galda De Jos.

Galda De Jos hafði tapað síðustu þremur leikjum undir stjórn Stefan Fogorosi en félagið vildi þó létta andrúmsloftið á gríndeginum og hafði því samband við rúmenskan vefmiðil um að hjálpa þeim að gera gott grín.

Á vefsíðunni kom fram að Galda De Jos hafði rekið Fogorosi og það var grín sem féll ekki í kramið hjá Fogorosi.

Hann sagði upp störfum aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa lesið greinina. Fogorosi mætti ekki á æfingu liðsins í dag og stýrði ekki liðinu í dag gegn Metalurgistul Cugir.


Athugasemdir