Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. apríl 2021 16:45
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard verður með gegn Liverpool og Barca
Mynd: Getty Images
Belgíski kantmaðurinn Eden Hazard hefur ekki byrjað dvöl sína hjá Real Madrid vel.

Hann gekk í raðir félagsins fyrir tæplega tveimur árum en ótrúleg meiðslahrina hefur sett strik í reikinginn.

Hazard er nýlega búinn að ráða nýja einkaþjálfara og virðist ástandið á honum strax vera að skána. Hann virðist vera í góðu standi og er að æfa með leikmannahópi Real Madrid.

Þetta þýðir að Hazard gæti verið klár í næstu leiki félagsins sem eru gríðarlega mikilvægir. Real mætir Liverpool tvívegis í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sitt hvoru megin við stórslag gegn Barcelona í spænsku toppbaráttunni.

Hazard lenti í enn einum vöðvameiðslunum um miðjan mars og íhugaði að fara í aðgerð á sama ökkla í þriðja sinn á ferlinum. Ökklinn er talinn orsök vöðvameiðslanna en sérfræðingar ráðlögðu Hazard að fara ekki í sömu aðgerðina í þriðja sinn.

Real Madrid spilar við Eibar á morgun. Ólíklegt er að Hazard byrji en hann gæti komið við sögu.
Athugasemdir
banner
banner
banner