fös 02. apríl 2021 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Scholes: Solskjær á skilið að fá nýjan samning
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, eigi skilið að fá nýjan samning hjá félaginu.

Solskjær tók við United í desember árið 2018 eftir að Jose Mourinho var látinn fara frá félaginu.

Hann hefur ekki enn náð að vinna bikar með United en liðið hefur náð miklum framförum undir hans stjórn. Scholes telur að Norðmaðurinn eigi skilið að fá nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út á næsta ári.

„Hann á það líklega skilið. Það er klárlega bæting á liðinu frá forvera hans," sagði Scholes á Youtube-rás Webby og O'Neill.

„Liðið lítur mikið betur út og þetta er spennandi lið. Það er að skora mörk og maður býst svosem alltaf við því frá United en eina vandamálið er að vinna eitthvað. Það er áhyggjuefni og að tapa gegn Leicester í 8-liða úrslitum enska bikarsins var ekki gott," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner