Oddur Björnsson var lykilmaður í sigri Þróttara á Keflvíkingum í 5. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld en hann skoraði síðara markið í 2-0 sigri. Þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.
Þróttarar komust yfir í leiknum er Hreinn Ingi Örnólfsson skoraði með skalla áður en Oddur lokaði leiknum með frábæru innanfótar skoti fyrir utan teig upp í samskeytin.
„Það er geggjað að spila fótbolta þegar maður er að sigra. Ég er ógeðslega sáttur með þetta," sagði Oddur við Fótbolta.net.
„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Í fyrri hálfleik vorum við að sækja meira og í seinni þá einhverja hluta vegna duttum við til baka. Kannski af því við vorum 1-0 yfir en það var gott skipulag á liðinu og vörðumst vel fyrir framan markið."
„Við héldum markinu hreinu og það er bara frábært," sagði hann ennfremur.
Oddur skoraði fallegt mark. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig og klíndi honum efst í vinstra hornið. Það drap leikinn fyrir Keflvíkinga sem höfðu sótt mínúturnar þar á undan.
„Þetta gerist ekki oft að maður skori svona falleg mörk. Maður verður að njóta þess þegar maður gerir það."
„Stemningin er gríðarlega góð og við töpuðum fyrsta leik. Við þurftum aðeins að rífa okkur í gang eftir það og gengið mjög vel síðan þá. Við erum mjög sáttir en við tökum bara einn leik í einu og förum ekkert fram úr okur þrátt fyrir að hafa unnið í dag," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir