Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fös 02. júní 2017 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Oddur: Ekki oft sem maður skorar svona falleg mörk
Oddur Björnsson í leik með Þrótturum í sumar
Oddur Björnsson í leik með Þrótturum í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Oddur Björnsson var lykilmaður í sigri Þróttara á Keflvíkingum í 5. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld en hann skoraði síðara markið í 2-0 sigri. Þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.

Þróttarar komust yfir í leiknum er Hreinn Ingi Örnólfsson skoraði með skalla áður en Oddur lokaði leiknum með frábæru innanfótar skoti fyrir utan teig upp í samskeytin.

„Það er geggjað að spila fótbolta þegar maður er að sigra. Ég er ógeðslega sáttur með þetta," sagði Oddur við Fótbolta.net.

„Þetta var mjög kaflaskiptur leikur. Í fyrri hálfleik vorum við að sækja meira og í seinni þá einhverja hluta vegna duttum við til baka. Kannski af því við vorum 1-0 yfir en það var gott skipulag á liðinu og vörðumst vel fyrir framan markið."

„Við héldum markinu hreinu og það er bara frábært,"
sagði hann ennfremur.

Oddur skoraði fallegt mark. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig og klíndi honum efst í vinstra hornið. Það drap leikinn fyrir Keflvíkinga sem höfðu sótt mínúturnar þar á undan.

„Þetta gerist ekki oft að maður skori svona falleg mörk. Maður verður að njóta þess þegar maður gerir það."

„Stemningin er gríðarlega góð og við töpuðum fyrsta leik. Við þurftum aðeins að rífa okkur í gang eftir það og gengið mjög vel síðan þá. Við erum mjög sáttir en við tökum bara einn leik í einu og förum ekkert fram úr okur þrátt fyrir að hafa unnið í dag,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner