Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
banner
   fös 02. júní 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mac Allister að kveðja stuðningsmenn Brighton?
Með medalíuna.
Með medalíuna.
Mynd: Getty Images
Alexis Mac Allister, sem mikið er orðaður við Liverpool, setti inn færslu á Instagram þar sem hann fer yfir sögulegt tímabil hjá félaginu og sitt persónulega tímabil.

Liverpool vill fá argentínska miðjumanninn og hefur talsvert verið rætt og ritað um að hann verði orðinn leikmaður Liverpool fljótlega.

„Það var heiður að vera fulltrúi Brighton á HM og að verða fyrsti leikmaður í sögu félagsins sem nær að verða heimsmeistari. Ég mun aldrei gleyma því (vonandi verða þeir fleiri í framtíðinni)."

„Fyrir þremur og hálfu ári síðan vorum við að berjast í fallbaráttu og eftir svo mikla fórnun, þjáningu og vinnu, þá náði þessi hópur að koma sér í sögubækurnar með því að komast í Evrópudeildina."

„Við náðum þessu öllu saman og getum verið mjög stoltir. Vamos."

Athugasemdir
banner