 
        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                „Við töpuðum fyrir betra liði í dag og við vorum mjög lélegir.'' segir Vigfús Arnar Jósefsson, þjálfari Leiknir R., eftir 5-1 tap gegn Gróttu í 5. umferð Lengjudeildarinnar.
                
                
                                    Lestu um leikinn: Grótta 5 - 1 Leiknir R.
Vigfús var spurður út í hvað honum fannst ganga ílla hjá þeim í leiknum.
„Varnaleikurinn, fyrst og fremst. Við höldum áfram að gefa mörk, slappir í fyrstu leikatriðum varnalega og við fáum bara allt of auðveld mörk á okkur.''
„Það er bara sama saga áfram. Við fáum færi, en bara nýtum þau ekki. Ennþá halda áfram vítateigarnir að vera lélegir hjá okkur.''
„Menn fengu alveg ískaldan veruleika bara í andlitið í dag. 5-1tap, það verður ekkert verra en það,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
