Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Arsenal og Everton liggur þungt haldinn á spítala
Kevin Campbell
Kevin Campbell
Mynd: Getty Images
Kevin Campbell, fyrrum leikmaður Arsenal og Everton, var fluttur í flýti á spítala í dag vegna skyndilegra veikinda en þetta kemur fram í enskum miðlum.

Englendingurinn spilaði með aðalliði Arsenal frá 1988 til 1995 en á tíma hans hjá félaginu vann hann efstu deild, enska bikarinn og Evrópukeppni bikarhafa.

Hann lék þá í sex ár með Everton í ensku úrvalsdeildinni en alls skoraði hann 73 mörk frá því úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1992.

Campbell lék einnig með félögum á borð við Cardiff City, Nottingham Forest, WBA, ásamt því að hafa spilað fyrir Trabzonspor í Tyrklandi.

Enskir miðlar sögðu frá því í dag að Campbell hafi skyndilega veikst og hafi verið flottur með flýti á spítala, en hann er þungt haldinn að sögn fjölmiðla

Everton hefur sent Campbell og fjölskyldu hans stuðningskveðju.

„Við höfum fengið þær upplýsingar að fyrrum framherji okkar, Kevin Campbell, sé mjög illa haldinn. Ekki bara frábær fótboltamaður heldur magnaður einstaklingur líka. Kevin er og verður alltaf baráttumaður og óskum við honum og fjölskyldu hans skjóts bata á þessum erfiðu tímum,“ segir í yfirlýsingu Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner