Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leipzig ætlar að neyða Leeds til að kaupa Augustin
Mynd: Getty Images
Leeds fékk franska framherjann Jean-Kevin Augustin að láni frá RB Leipzig í janúar með því skilyrði að félagið verði að kaupa hann ef það fer upp í úrvalsdeildina.

Leeds hefur verið að gera góða hluti og situr á toppi Championship deildarinnar, með annan fótinn í úrvalsdeildinni. Augustin hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum á lánssamningnum en hann meiddist í febrúar og er enn fjarri góðu gamni.

Leeds vill því ekki ganga frá kaupum á Augustin, sem kostar 21 milljón evra. Leipzig segir að Leeds verði að virða lánssamninginn, en Leeds segir forsendur hafa breyst með Covid-19 faraldrinum.

Allar líkur eru á því að málið fari fyrir dóm. Hver sem niðurstaðan verður þá er staða Augustin eflaust leiðinleg, þar sem tvö félög eru að berjast við hvort annað um að hafa hann ekki innan sinna raða.

Augustin er uppalinn hjá PSG og gerði 22 mörk í 28 landsleikjum með U19, U20 og U21 landsliðum Frakka.
Athugasemdir
banner
banner