Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 13:04
Brynjar Ingi Erluson
Bailly neitar að fara - Ætlar að berjast fyrir sæti sínu
Eric Bailly ætlar að vera áfram hjá United
Eric Bailly ætlar að vera áfram hjá United
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn, Eric Bailly, ætlar að halda kyrru fyrir hjá Manchester United og berjast fyrir sæti sínu en þetta herma heimildir Sky Sports.

Fílabeinsstrendingurinn skrifaði undir nýjan samning við United á síðasta ári og skrifaði þá undir til 2024 með möguleika á að framlengja um annað ár.

Bailly, sem er 28 ára gamall, kom til United frá Villarreal fyrir sex árum.

Hann spilaði aðeins fjóra deildarleiki á síðasta tímabili og í raun aldrei tekist að festa byrjunarliðssæti sitt.

Sky sagði frá því í gær að nýliðar Fulham hefðu áhuga á að fá Bailly á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann en leikmaðurinn hefur ekki áhuga á að fara.

Hann vill berjast fyrir sæti sínu á Old Trafford og er því enginn möguleiki á að hann yfirgefi félagið í þessum glugga.

Á sex árum hans hjá United hefur hann aðeins spilað 113 leiki í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner