Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Forest búið að finna arftaka Spence
Giulian Biancone í leik með Troyes
Giulian Biancone í leik með Troyes
Mynd: Getty Images
Nýliðar Nottingham Forest er að ganga frá kaupum á franska hægri bakverðinum Giulian Biancone frá Troyes.

Forest var með enska leikmanninn Djed Spence á láni frá Middlesbrough á síðustu leiktíð en hann snéri aftur til Boro eftir tímabilið.

Nýliðarnir reyndu að halda Spence en Tottenham Hotspur hefur verið í viðræðum við Boro um leikmanninn og var það töpuð barátta fyrir Forest.

Forest hefur því ákveðið að snúa sér að Biancone, sem er 22 ára gamall og kemur frá Troyes. Hann hefur áður spilað fyrir Cercle Brugge og Mónakó.

Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag áður en hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Forest er einnig að vinna í því að ganga frá félagaskiptum Dean Henderson frá Manchester United en hann kemur á láni út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner