Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   lau 02. júlí 2022 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Karólína: Get verið í marki ef Steini setur mig þangað
Icelandair
Karólína tekur mynd með aðdáendum sínum.
Karólína tekur mynd með aðdáendum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, spjallaði við fréttamann Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Herzogenaurach í Þýskalandi í kvöld.

Landsliðið er þar í æfingabúðum fyrir Evrópumótið sem er framundan.

„Það er alltaf eins gaman og hægt er að fara í landsliðið með öllum þessum góðu vinkonum. Þetta er bara geggjað teymi finnst mér," segir Karólína.

Hún fékk nýtt hlutverk í æfingaleik gegn Póllandi á dögunum þar sem hún varð af miðsvæðinu - þar sem hún hefur spilað gríðarlega vel - og út á kant.

„Það var ryð í sömum leikmönnum og nokkrir leikmenn sem höfðu ekki spilað lengi. Það var venjulegt að fyrri hálfleikur hafi verið smá strembinn. Svo féll þetta með okkur í seinni hálfleik."

„Ég er alltaf glöð þegar ég er inn á. Það var langt síðan maður spilaði (fyrir leikinn á móti Póllandi), kannski smá ryð en maður reynir alltaf að hjálpa liðinu eins og maður getur. Þetta er klárlega öðruvísi hlutverk en ég tek því svo sem alveg. Ég hef spilað þessa stöðu áður. Þetta er ekki súrt, þetta er öðruvísi. Ég reyni að nýta mína krafta þar eins og ég geri á miðjunni."

„Ég tek öllum stöðum. Ég get verið í marki ef Steini setur mig þangað," sagði Karólína létt.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner