Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. júlí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Milan kaupir Florenzi frá Roma (Staðfest)
Alessandro Florenzi verður áfram hjá Milan
Alessandro Florenzi verður áfram hjá Milan
Mynd: Heimasíða Milan
Ítalski hægri bakvörðurinn Alessandro Florenzi er nú formlega genginn í raðir Milan frá Roma.

Florenzi gekk í raðir Milan á láni frá Roma fyrir síðustu leiktíð og átti þátt í að vinna deildina með liðinu í fyrsta sinn síðan 2011.

Hann spilaði 24 deildarleiki með liðinu en Milan átti möguleika að að gera félagaskiptin varanleg fyrir 4,5 milljónir evra.

Milan var greinilega ánægt með hans framlag og ákvað því að virkja kaupréttinn en hann gerði í dag þriggja ára samning við Milan.

Florenzi yfirgefur því Roma fyrir fullt og allt en hann var á mála hjá félaginu í tuttugu ár.

Hann lék 280 leiki og skoraði 28 mörk á tíma sínum hjá Roma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner