Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jökull um Kjartan: Það var alltaf vitað að við myndum missa hann
Kjartan Már Kjartansson
Kjartan Már Kjartansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var greint frá því í gær að Kjartan Már Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, væri að yfirgefa félagið en hann er á leið til Skotlands.

Kjartan Már er 18 ára gamall miðjumaður en hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Stjörnunni árið 2022. Hann á 62 leiki að baki fyrir Stjörnuna og skoraði eitt mark.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í fregnirnar eftir tap liðsins gegn Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

„Það var alltaf vitað að við myndum missa hann í sumarglugganum. Ég er ánægður með hann að byrja tímabilið með okkur. Mér fannst það gott hjá honum að stökkva ekki á fyrsta boð, það eru lið búin að bjóða í hann og mér fannst hann bíða eftir réttu tækifæri," sagði Jökull.

„Hann er meira en tilbúinn í næsta skref þannig ég er mjög glaður hann sé að fara út. Það er mikið hrós til hans og mikið hrós til þessa hóps sem horfir á enn einn leikmanninn fara og taka næsta skref. Það verður mjög gaman að fylgjast með honum."
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Athugasemdir
banner