Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 08:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Karólína Lea keypt til Inter (Staðfest)
Kvenaboltinn
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Inter
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið keypt til Inter Milan frá Bayern München.

Ítalska félagið staðfestir þetta núna í morgunsárið.

Það var sagt frá því núna á dögunum að Inter væri að ganga frá kaupum á Karólínu, en hún sjálf vildi ekkert gefa upp þegar hún ræddi við Fótbolta.net.

Karólína hefur síðustu tvö tímabil verið á láni hjá Bayer Leverkusen og staðið sig vel.

Karólína er núna stödd í Sviss þar sem hún er á sínu öðru stórmóti með Íslandi. Fyrsti leikur þar er gegn Finnlandi síðar í dag en Karólína er í lykilhlutverki hjá Íslandi.

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í gær keypt til Inter eftir að hafa verið á láni þar á síðasta tímabili. Cecilía og Karólína verða liðsfélagar í bæði landsliði og félagsliði.


Athugasemdir
banner