
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur verið keypt til Inter Milan frá Bayern München.
Ítalska félagið staðfestir þetta núna í morgunsárið.
Ítalska félagið staðfestir þetta núna í morgunsárið.
Það var sagt frá því núna á dögunum að Inter væri að ganga frá kaupum á Karólínu, en hún sjálf vildi ekkert gefa upp þegar hún ræddi við Fótbolta.net.
Karólína hefur síðustu tvö tímabil verið á láni hjá Bayer Leverkusen og staðið sig vel.
Karólína er núna stödd í Sviss þar sem hún er á sínu öðru stórmóti með Íslandi. Fyrsti leikur þar er gegn Finnlandi síðar í dag en Karólína er í lykilhlutverki hjá Íslandi.
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í gær keypt til Inter eftir að hafa verið á láni þar á síðasta tímabili. Cecilía og Karólína verða liðsfélagar í bæði landsliði og félagsliði.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Inter Milan ???
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 2, 2025
Inter var fyrsti kostur um leið og þær komu á borðið. https://t.co/OEhsU9x1ra pic.twitter.com/ego6LYlzQr
Athugasemdir