Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Myndir: Má segja að þetta verði heimavöllur Íslands á EM
Icelandair
EM KVK 2025
Stockhorn Arena.
Stockhorn Arena.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland hefur leik á EM 2025 í Sviss í dag er stelpurnar okkar mæta Finnlandi. Það er mikilvægt að byrja vel og að ná í góð úrslit í fyrsta leik mótsins.

Stelpurnar hefja leik á Stockhorn Arena í Thun. Um er að ræða heimavöll FC Thun sem tekur um 10 þúsund áhorfendur í sæti.

Það er orðið klisja að segja það þegar komið er á fótboltaleikvanga í útlöndum en þetta væri flottur heimavöllur fyrir Ísland.

Það verða um 1500 Íslendingar á leiknum og er Tólfan mætt til Sviss til að halda uppi stemningunni.

Fréttamaður Fótbolta.net fékk að skoða völlinn í gær og tók meðfylgjandi myndir. Ísland spilar einnig hér gegn Noregi í lokaumferð riðilsins og má segja að þetta verði heimavöllur okkar á mótinu.

Flautað verður til leiks klukkan 16:00 í dag að íslenskum tíma.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir