Manchester United hefur verið í viðræðum við Brentford um kaup á framherjanum Bryan Mbeumo fyrir 65 milljónir punda, eftir að tveimur fyrri tilboðum var hafnað.
Mbeumo skoraði 20 mörk á síðasta tímabili og Rúben Amorim, stjóri United, telur hann passa vel í leikstíl liðsins. Félagið hefur nú sett lokafrest fyrir lok vikunnar til að ná samkomulagi.
Brentford hefur byrjað að skipuleggja sig fyrir mögulega brottför Mbeumo og er að ganga frá kaupum á Antoni Milambo frá Feyenoord fyrir 17 milljónir punda með mögulegum 4,25 milljónum í viðbót.
Hluti af stefnu Brentford er að selja lykilleikmenn ef rétt tilboð berst.
Athugasemdir