Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 14:40
Elvar Geir Magnússon
Pedro kominn til Chelsea (Staðfest)
Pedro á ströndinni, þar sem honum líður best.
Pedro á ströndinni, þar sem honum líður best.
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur keypt Brasilíumanninn Joao Pedro fyrir 60 milljónir punda og hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið í 8-liða úrslitum HM félagsliða um komandi helgi. Chelsea á leik gegn Palmeiras.

Pedro, sem er 23 ára, kemur frá Brighton og hefur skrifað undir átta ára samning við Chelsea. Hann skoraði 30 mörk í 70 leikjum fyrir Brighton og er fyrrum leikmaður Watford.

Chelsea hefur lagt áherslu á að styrkja sóknarlínuna með kaupum á leikmönnum á borð við Pedro, Jamie Gittens og Liam Delap.

Gittens, sem er á leið frá Borussia Dortmund fyrir 55 milljónir punda, getur þó ekki spilað á HM félagsliða þar sem hann hefur þegar tekið þátt fyrir Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner