
Eins og áður hefur komið fram þá stóð það tæpt hvort Diljá Ýr Zomers gæti verið með á EM vegna meiðsla sem höfðu verið að stríða henni.
En rétt áður en hópurinn var valinn þá spilaði hún tvo leiki með U23 landsliðinu þar sem gekk vel.
En rétt áður en hópurinn var valinn þá spilaði hún tvo leiki með U23 landsliðinu þar sem gekk vel.
Hún sagði frá því í viðtali hér á Fótbolta.net á dögunum hvernig hún komst að því að hún væri í hópnum. Það var í gegnum myndband á Instagram.
„Það ætti að vera til vídjó hvernig ég var með Valgeiri (Lunddal, sem er kærasti Diljár). Við stukkum upp. Við vorum að reyna að klára þetta vídjó og ég kem þarna næst seinust. Ég hélt að þetta væri búið," sagði Diljá.
Myndbandið kom fyrr en hún hafði áætlað, en búið var að gefa það út að það yrði blaðamannafundur í tengslum við valið klukkan 13:00. Svo kom myndbandið um hálftíma fyrir það.
„Það var sagt að hópurinn kæmi klukkan 13 og ég var búin að plana það að slökkva á símanum klukkan tíu mínútur í eitt. Ég ætlaði að bíða og skoða bara þegar ég væri tilbúin hvort ég væri að fá slæm eða góð skilaboð frá mömmu og pabba. Svo er ég bara þarna á Instagram klukkan 12:20 og þá fæ ég þetta myndband. Ég hendi bara símanum frá mér, en þetta endaði vel," sagði Diljá.
„Þau kunna ekki á klukku þarna hjá KSÍ," sagði Karólína Lea, sem var einnig í viðtalinu, létt.
Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir