Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 09:18
Elvar Geir Magnússon
Tíu sem báðu um skiptingu - Trent borgaði kaupverð sitt
Það er mikill hiti á HM félagsliða.
Það er mikill hiti á HM félagsliða.
Mynd: EPA
Trent lagði upp eina mark leiksins.
Trent lagði upp eina mark leiksins.
Mynd: EPA
Real Madrid vann 1-0 sigur gegn Juventus á HM félagsliða í Miami í gær þar sem Gonzalo García skoraði eina markið í seinni hálfleik.

Mikið hefur verið fjallað um hitann og rakann á mótinu sem hafa verið að gera leikmönnum óleik. Igor Tudor, stjóri Juventus, segir að alls hafi tíu leikmenn sínir beðið um skiptingu í leiknum.

„Að lokum voru það alls tíu leikmenn sem báðu um skiptingu. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður í miklum hita eftir langt tímabil. Menn voru algjörlega búnir á því," segir Tudor.

Hitastigið á mótinu hefur farið upp í 36 gráður og notast hefur verið við vatnspásur fyrir leikmenn. Mótið hefur fengið mikla gagnrýni og nokkrir stjórar gagnrýnt framkvæmd og aðstæður mótsins.

Borgaði kaupfé sitt til baka
Það vakti athygli þegar Real Madrid borgaði 8,4 milljónir punda til að fá Trent Alexander-Arnold fyrr frá Liverpool. Spænska stórliðið hefði getað fengið hann ókeypis nokkrum vikum seinna.

En BBC fjallar um að leikmaðurinn hafi í raun borgað kaupfé sitt til baka í gær með því að leggja upp sigurmarkið. Markið hafi verið 10 milljóna punda virði fyrir Madrídarliðið en háar fjárhæðir eru í boði fyrir félagslið sem taka þátt á mótinu. Real er komið í 8-liða úrslit þar sem liðið mun mæta Borussia Dortmund.

„Það var klárlega þess virði að borga þennan aukapening og fá hann fyrir mótið. Maður fær ekki mikinn tíma í fótbolta en þessi keppni hefur gefið Real Madrid og Trent aukatíma. Þetta hefur hjálpað honum að aðlagast liðinu," segir Gael Clichy, sérfræðingur Dazn.
Athugasemdir
banner
banner