Liverpool tilkynnti um komu tveggja þjálfara í þjálfarateymi Arne Slot í dag.
Giovanni van Bronckhorst kemur inn sem aðstoðarþjálfari Slot, en sú staða var laus eftir að John Heitinga var ráðinn til Ajax í vor.
Van Bronckhorst er fyrrum landsliðsfyrirliði Hollands og lék m.a. með Barcelona og Arsenal á sínum ferli.
Hann var síðast aðalþjálfari Besiktas en var látinn fara í vetur.
Giovanni van Bronckhorst kemur inn sem aðstoðarþjálfari Slot, en sú staða var laus eftir að John Heitinga var ráðinn til Ajax í vor.
Van Bronckhorst er fyrrum landsliðsfyrirliði Hollands og lék m.a. með Barcelona og Arsenal á sínum ferli.
Hann var síðast aðalþjálfari Besiktas en var látinn fara í vetur.
Xavi Valero snýr þá aftur á Anfield en hann kemur til með að þjálfa markmenn aðalliðsins. Hann kemur til Liverpool eftir sjö ár hjá West Ham, þar á undan var hann t.d. hjá Inter, Napoli, Real Madrid og Chelea.
Valero kom fyrst til Liverpool árið 2007 þegar Rafa Benítez var stjóri liðsins og var oft í hans þjálfarateymi.
Markmannsþjálfararnir Fabian Otte og Claudio Taffarel hafa yfirgefið Liverpool. Otte var í eitt ár hjá Liverpool en brasilíska goðsögnin Taffarel var í fjögur ár hjá félaginu.
Athugasemdir