Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. ágúst 2022 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Elías fékk á sig fjögur gegn Benfica - Ísak Óli úr leik í bikarnum
Elías Rafn stóð í marki Midtjylland gegn Benfica
Elías Rafn stóð í marki Midtjylland gegn Benfica
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð í marki danska liðsins Midtjylland í kvöld er liðið tapaði fyrir portúgalska liðinu Benfica, 4-1, í fyrri leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Goncalo Ramos gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn Elíasi en leikurinn fór fram á heimavelli portúgalska liðsins.

Midtjylland náði að klóra í bakkann undir lok leiks og er því smá vonarglæta fyrir síðari leikinn sem fer fram í Danmörku í næstu viku.

Elías spilaði allan leikinn í rammanum og verður væntanlega á sínum stað er liðin mætast aftur á þriðjudag.

Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í danska C-deildarliðinu Esbjerg eru úr leik í danskabikarnum eftir 2-0 tap fyrir Kolding í kvöld. Ísak var í byrjunarliði Esbjerg en var skipt af velli undir lok leiksins.

Aron Einar Gunnarsson byrjaði þá í 2-0 sigri Al Arabi sem vann Qatar FC í úrvalsdeildinni í Katar. Hann lék allan leikinn en þetta var fyrsta umferðinn í QSL-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner