Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 02. ágúst 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Telles líklega á leið til Sevilla
Alex Telles hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United
Alex Telles hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United
Mynd: Getty Images
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Alex Telles er á förum frá Manchester United á næstu dögum og mun að öllum líkindum ganga í raðir Sevilla á Spáni.

United keypti Telles frá Porto fyrir tveimur árum fyrir um það bil 15 milljónir punda.

Hann hafði verið með mest spennandi vinstri bakvörðum í Portúgal og var búist við að hann myndi koma með mikil gæði inn í hóp United.

Svo var ekki. Telles náði sér aldrei á flug hjá United eins og hann gerði hjá Porto og varnarleikur hans oft á köflum arfaslakur.

Það var alltaf gert ráð fyrir því að hann myndi yfirgefa félagið í sumar og nú styttist í þá stund. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Sevilla sé í viðræðum við Man Utd um kappann og að viðræður séu á lokastigi.

Telles hefur sætt sig við að fara frá enska félaginu og hefur sjálfur samþykkt að semja við spænska félagið. Á næstu dögum verður gengið frá helstu smáatriðum áður en hann verður kynntur sem nýr leikmaður Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner