Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. ágúst 2022 11:18
Elvar Geir Magnússon
Þorsteinn yfirgefur Stjörnuna og fer heim á Selfoss (Staðfest)
Lengjudeildin
Þorsteinn og þjálfari Selfyssinga, Dean Martin.
Þorsteinn og þjálfari Selfyssinga, Dean Martin.
Mynd: Selfoss
Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir Selfoss á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Þorsteinn lék stórt hlutverk í liði Selfoss sem komst upp úr 2. deild sumarið 2020.

Þorsteinn er 18 ára gamall miðvörður sem var lánaður til Stjörnunnar í vetur og spilaði í Lengjubikarnum en fékk ekkert tækifæri í Bestu deildinni.

„Ég er ánægður með það að vera kominn aftur heim á Selfoss og fá að spila á besta velli landsins. Það eru spennandi hlutir að gerast hérna og ég ætla að gera mitt allra besta til þess að hjálpa liðinu í toppbaráttunni," sagði Þorsteinn við samfélagsmiðla Selfyssinga eftir undirskriftina.

Eftir tímabilið hér heima heldur Þorsteinn síðan aftur út til unglingaliðs Fulham.

Selfyssingar fóru gríðarlega vel af stað í Lengjudeildinni í sumar en síðan hefur hallað undan fæti. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og er í sjöunda sæti. Þorsteinn talar samt sem áður um toppbaráttu en það eru níu stig upp í annað sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner