
FH fékk Þór/KA í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 0-1 fyrir þeim síðarnefndu. Eina mark leiksins skoraði Karen María Sigurgeirsdóttir á 58. mínútu.
Guðni Eiríksson þjálfari FH mætti í viðtal eftir leik.
Guðni Eiríksson þjálfari FH mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 0 - 1 Þór/KA
„Ég þoli ekki að tapa fótboltaleikjum, algjörlega óþolandi tilfinning. Ég vona að ég upplifi hana ekki í næsta leik.
Það vantaði ansi margt í dag, ég veit ekki alveg hvað olli því að liðið kom ekki betur stillt inn í leikinn.
Fyrri hálfleikurinn var slakur, jákvætt samt hvernig við brugðumst við og komum í seinni hálfleikinn. En við áttum ekkert skilið í þessum leik."
„Ég meina hvað voru margar hornspyrnur sem við fengum í þessum leik. Sárasjaldan sem liðið var líklegt að skora úr spyrnunum. Það er ekki gott að gera ekki meira úr þessum stöðum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir