Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 02. ágúst 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Útskýrir hvers vegna Rúnar Alex fékk kallið í byrjunarliðið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir FC Kaupmannahöfn í gær þegar liðið vann öruggan 5-1 sigur á Magpies frá Gíbraltar í forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Rúnar Alex gekk til liðs við FCK frá Arsenal í febrúar á frjálsri sölu. Hann gerði sig sekan um slæm mistök í marki Magpies þegar hann ætlaði að sparka boltanum út en boltinn fór af sóknarmanni Magpies og í netið.

Jacob Neestrup þjálfari FCK útskýrði eftir leikinn hvers vegna Rúnar var valinn í byrjunarliðið.

„Vegna þess að hann hefur lagt hart að sér. Ein mistök breytir engu, það getur gerst. Það kemur fyrir hjá bestu markmönnum í heimi," sagði Neestrup

„Við breyttum því hann hefur æft vel og hefur staðið sig vel í æfingaleikjum, hann hefur spilað lítið en hann hefur stutt liðið í gegnum súrt og sætt, auðvitað þurfti hann að spila þennan leik."

Neestrup gerði margar breytingar á byrjunarliðinu en Orri Steinn Óskarsson byrjaði m.a. á bekknum. Hann hefur byrjað tímabilið stórkostlega en hann hefur komið að tíu mörkum í síðustu sjö leikjum, hann kom inn á sem varamaður í gær og skoraði tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner