Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 02. september 2022 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte: Þurfum þrjá glugga í viðbót til að keppa við stærstu félögin
Mynd: Getty Images

Félagsskiptaglugganum í Evrópu lauk í gær en Tottenham var virkt á markaðnum í sumar.


Menn á borð við Yves Bissouma, Ivan Perisic, Clement Lenglet og Richarlison gengu til liðs við félagið.

Antonio Conte stjóri liðsins var ánægður með fjárfestingarnar í sumar en segir liðið langt því frá að vera tilbúið.

„Við gerðum vel en ef ég skoða toppliðin þá er alltof mikill munur og þess vegna verðum við að átta okkur á því að þetta er bara upphafið af uppbyggingunni," sagði Conte.

„Til að berjast um titilinn og komast úr Meistaradeildina þarf ég að minnsta kosti þrjá glugga til viðbótar til að bæta liðið til að vera á sama getustigi og hin liðin."


Athugasemdir
banner
banner
banner