Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. september 2022 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaf ekki upp hvort hún yrði áfram í Orlando - „Mjög erfitt utan vallar"
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á sínu öðru tímabili sem leikmaður Orlando Pride í Bandaríkjunum. Þetta er alls hennar fjórða tímabil í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði með Utah Royals tímabilin 2018 og 2019. Hún kom svo til Íslands og spilaði með Val covid-tímabilið 2020.

Í NWSL deildinni er úrslitakeppni og er Orlando sem stendur fimm stigum á eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

„Þetta er búið að vera rosa upp og niður, mjög erfitt utan vallar. Mikið bakvið tjöldin sem er í gangi og hefur kannski áhrif á liðið. Ég held að það þurfi margt að gerast hjá félaginu til þess að það komi til baka eftir það. Við erum núna með þjálfara sem var ráðinn tímabundið og hann er búinn að standa sig frábærlega."

Verið er að rannsaka eineltismál og annað misferli er varðar þjálfara liðsins sem sendur var í leyfi á meðan rannsókn á málinu stendur.

„Þetta er ótrúlega deild og við erum búin að missa helling af leikmönnum. Við eigum fimm leiki eftir, erum svolítið frá úrslitakeppninni en það getur allt gerst og stefnan er að ná því."

Verður Gunnhildur áfram hjá Orlando eftir tímabilið? „Ég ætla ekki að segja mikið um það."

Gunnhildur er 33 ára miðjumaður sem á að baki 93 landsleiki fyrir A-landsliðið. Hún verður líklega í eldlínunni í kvöld þegar landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 17:30.
Tók á andlega - „Er eiginlega bara brjáluð og vil ná í úrslit hér"
Athugasemdir
banner
banner