Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Ferdinand kemur Casemiro til varnar og skammar Carragher - „Ótrúlega mikil vanvirðing“
Casemiro
Casemiro
Mynd: Getty Images
Casemiro vann Meistaradeildina fimm sinnum með Real Madrid
Casemiro vann Meistaradeildina fimm sinnum með Real Madrid
Mynd: EPA
Rio Ferdinand var ekki sáttur með Carragher
Rio Ferdinand var ekki sáttur með Carragher
Mynd: Getty Images
Fyrrum United-maðurinn, Rio Ferdinand, er allt annað en sáttur með ummæli sem Jamie Carragher lét falla um brasilíska miðjumanninn Casemiro.

Í lok síðasta tímabil gagnrýni Carragher miðjumanninn fyrir frammistöðuna og reyndi að gefa honum góð ráð í leiðinni.

Ráðlagði hann Casemiro að hætta að spila fótbolta á hæsta getustigi og fara bara frekar í hitann í Sádi-Arabíu.

Casemiro hefur ekki verið sannfærandi í byrjun tímabilsins og var það bara núna um helgina sem hann gerði tvö afdrifarík mistök sem kostuðu United tap gegn erkifjendunum í Liverpool.

Ferdinand hefur komið Casemiro til varnar eftir alla umræðuna sem hefur átt sér stað síðustu daga, en hann segir Carragher sýna Casemiro ótrúlega vanvirðingu.

„Ég heyrði Jamie segja „Yfirgefðu fótboltann áður en fótboltinn yfirgefur þig“. Mér finnst það vera ótrúlega mikil vanvirðing.“

„Þetta er svakaleg vanvirðing, sérstaklega í ljósi þess sem minn maður hefur unnið. Þeir eru ekki með nógu stóran bikarskáp fyrir allt sem hann hefur unnið. Það er meira í þessu en það að hann hafi gert tvö mistök.“

„Hann hefur verið besti leikmaður Manchester United, ef þú horfir á síðustu tvo leikina fyrir tímabilið.

„Það er auðveldara að segja að hann sé farinn og bara búinn. Hann er næstum því 32 ára, en þegar ég horfi á hann þá líður mér eins og það sé verið að biðja hann um að gera ótrúlega mikið af hlutum eins og að spila 30 metra sendingum og stýra hraða leiksins.“

„Man Utd hefði aldrei fengið hann til félagsins til að gera þessa hluti og hann var aldrei beðinn um að gera þetta hjá Real Madrid. Hann var að hreinsa upp, eins og öryggisvörður fyrir framan vörnina, fleygja sér í tæklingar, vernda svæðin og gaf síðan boltann á aðra leikmenn sem spiluðu meiri fótbolta.“

„Í dag er hann beðinn um að gera hluti sem hann hefur aldrei áður gert, þannig auðvitað mun hann gera mistök því þetta er ekki í náttúrulegum leik hans,“
sagði Ferdinand.
Athugasemdir
banner
banner
banner