Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 02. október 2020 22:00
Victor Pálsson
Myndband: Angel Gomes skoraði frá miðju
Angel Gomes, fyrrum leikmaður Manchester United, skoraði sturlað mark í efstu deild Portúgals fyrir Boavista í dag.

Gomes skrifaði fyrr á árinu undir lánssamning við Boavista en hann er samningsbundinn Lille í Frakklandi.

Leikmaðurinn byrjar svo sannarlega vel fyrir sitt nýja félag en hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli við Moreirense.

Gomes kom Boavista yfir með frábæru skoti frá miðju en markvörður heimaliðsins var ekki of vel staðsettur.

Boavista var að tryggja sér annað stig sitt á trímabilinu en liðið er með tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Markið umtalaða má sjá hér.




Athugasemdir
banner
banner