Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Makélélé farinn frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Claude Makélélé er búinn að yfirgefa Chelsea eftir fjögur ár í starfi sem partur af þjálfarateymi félagsins.

Chelsea þarf að gera breytingar á þjálfarateyminu hjá sér vegna nýrra regla varðandi lánsmenn í enska boltanum og áherslubreytingar innan félagsins.

Félagið ætlar að gera sitt besta til að fækka leikmönnum sem liðið hefur ekki þörf á, leikmönnum sem eru stöðugt lánaðir burt og eiga ekki raunhæfa möguleika á að berjast um sæti í leikmannahópi Chelsea.

Makelele yfirgefur Chelsea skömmu eftir Bruno Saltor, sem hafði verið í þjálfarastarfi hjá Chelsea í eitt ár.

„Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir ástina sem þeir hafa sýnt mér. Hjartað mitt mun alltaf vera blátt," sagði Makelele, sem er einnig mikill stuðningsmaður franska landsliðsins.

Makelele vann ógrynni titla á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, þar sem hann lék með Real Madrid, Chelsea og PSG meðal annars auk þess að eiga yfir 70 landsleiki að baki fyrir Frakkland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner