Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
banner
   mið 02. október 2024 10:09
Elvar Geir Magnússon
Í þriðja sinn sem hann fær á sig sjö mörk
Brendan Rodgers, stjóri Celtic.
Brendan Rodgers, stjóri Celtic.
Mynd: EPA
Celtic tapaði 7-1 fyrir Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í gær en Brendan Rodgers stjóri liðsins er með þann vafasama heiður að vera eini stjórinn sem hefur oftar en einu sinni fengið á sig sjö mörk í leik í keppninni.

Þetta var í þriðja sinn sem skoska liðið fær á sig sjö mörk í leik í Meistaradeildinni undir hans stjórn.

„Þeir voru miskunnarlausir og refsuðu fyrir öll mistök sem við gerðum. Við byrjuðum illa og gáfum ódýr mörk. Það eru lið í þessari keppni sem eru í allt öðrum flokki en við og það verður því miður erfitt fyrir okkur að komast þangað," sagði Rodgers eftir leikinn.

Stærstu tapleikir Celtic undir stjórn Rodgers:
Barcelona 7-0 Celtic (2016)
Celtic 0-5 Paris St-Germain (2017)
Paris St-Germain 7-1 Celtic (2017)
Atletico Madrid 6-0 Celtic (2023)
Borussia Dortmund 7-1 Celtic (2024)
Athugasemdir
banner
banner
banner