Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Shaw mögulega frá fram í desember - Spilaði síðast með United í febrúar
Spilaði úrslitaleik EM.
Spilaði úrslitaleik EM.
Mynd: EPA
Í gær bárust slúðurfréttir þess efnis að Luke Shaw hefði lent í bakslagi í endurkomuferli sínu. Shaw hefur ekkert spilað á tímabilinu, hefur ekkert verið til taks frá því að hann spilaði allan úrslitaleikinn á EM í sumar með enska landsliðinu.

Shaw spilaði á EM eftir fjögurra mánuða meiðsli, tók þátt í þremur síðustu leikjum Englands á mótinu og spilaði tæpar 180 mínútur.

Shaw meiddist á fæti í leik United gegn Luton þann 18. febrúar og er það síðasti leikurinn sem hann var í leikmannahópi United. Vinstri bakvörðuinn spilaði einungis fimmtán leiki með United á síðasta tímabili.

Fréttir gærdagsins voru á þá leið að Shaw verði frá næstu 6-8 vikurnar vegna meiðsla á fæti. Shaw lenti í hræðilegri tæklingu árið 2015 og fótbrotnaði. Það hefur verið bras á þeim fæti allar götur síðan.

Þegar Shaw er heill heilsu er hann byrjunarliðsmaður í liði United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner