Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diljá Ýr skoraði í öruggum bikarsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leuven er komið áfram í átta liða úrslit belgíska bikarsins eftir stórsigur á Herent í dag.

Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Leuven og hún kom liðinu í 2-0 þegar hún skoraði með skalla. Leiknum lauk með öruggum 6-1 sigri liðsins.

Lára Kristín Pedersen gekk til liðs við Club Brugge í síðasta mánuði. Hún var í byrjunarliðinu þegar liðið vann 4-2 gegn Waregem í kvöld en liðið var 2-0 undir í hálfleik.


Þórdís Elva Ágústsdóttir kom inn á sem varamaður þegar hálftími var til leiksloka í 4-1 tapi Vaxjö gegn Hammarby í sænsku deildinni.

Þórdís þurfti hins vegar að fara aftur af velli fiimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Liðið er í 10. sæti með 27 stig fyrir lokaumferðina en liðið hefur þegar bjargað sér frá falli.


Athugasemdir
banner
banner
banner