Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk: Vonandi er í lagi með Konate
Konate sárþjáður
Konate sárþjáður
Mynd: EPA

Ibrahima Konate þurfti að fara af velli vegna meiðsla á hendi en Virgil van Dijk steig á hann í baráttu inn á teignum.


Atvikið átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks og Joe Gomez kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Það virtist ekki hafa áhrif á liðið sem var marki undir því Gomez kom gríðarlega sterkur inn á og Liverpool snéri blaðinu við og vann.

Van Dijk ræddi við Sky Sports eftir leikinn um meiðsli Konate.

„Það voru svo margir í kringum boltann og ég held að ég hafi skallað hann í hendina. Vonandi er þetta ekki of slæmt. Við verðum bara að bíða og sjá. Maður getur lifað með því að vera meiddur á hendi svo vonandi verður í lagi með hann," sagði Van Dijk.

Arne Slot, stjóri Liverpool, hrósaði Joe Gomez.

„Konate var mjög þjáður í hálfleik þá þarf maður að gera skiptingu. Það jákvæða er að við erum með tvo frábæra á bekknum í Joe Gomez og Jarell Quansah. Ég valdi Joe því Jareell var mjög þreyttur og hann sannaði að ég hafði rétt fyrir mér því hann var stórkostlegur," sagði Slot.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner