Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. desember 2019 18:28
Ívan Guðjón Baldursson
Kórdrengir fá Aaron Spear frá Vestra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir hafa komið gífurlega sterkir inn í íslenska boltann og eru búnir að fara upp um tvær deildir á tveimur sumrum.

Þeir munu leika í 2. deild næsta sumar og eru að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök.

Fyrir skömmu var framherjinn Aaron Robert Spear kynntur til leiks sem nýr leikmaður Kórdrengja en hann býr yfir mikilli reynslu hér á landi.

Aaron er fæddur 1993 og á tvö tímabil að baki í efstu deild hér á landi. Þar gerði hann 7 mörk í 28 leikjum fyrir ÍBV.

Aaron hefur einnig leikið fyrir Víking R. og BÍ/Bolungarvík í næstefstu deild og gekk hann í raðir Vestra fyrir sumarið. Hann gerði 6 mörk í 21 leik í 2. deildinni og hjálpaði Ísfirðingum að koma sér upp í Inkasso-deildina.

Aaron hefur gert 27 mörk í 97 keppnisleikjum hér á landi samkvæmt tölfræði KSÍ. Þá hefur hann gert 8 mörk í 25 skráðum æfingaleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner