Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 02. desember 2023 11:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ter Stegen líklega ekki með í stórleiknum

Barcelona fær Atletico Madrid í heimsókn í spænsku deildinni á morgun. Liðin eru í 3. og 4. sæti fjórum stigum á eftir tveimur efstu liðunum, Girona og Real Madrid.


Þýski markvörðurinn Marc Andre ter Stegen hefur misst af síðustu tveimur leikjum Barcelona og útlit er fyrir að hann verði ekki með liðinu á morgun.

Ter Stegen er að kljást við bakmeiðsli en hann hefur ekkert æft með liðinu í undirbúningnum fyrir leikinn.

Hann hefur æft einn undanfarið og hefur alltaf fundið fyrir verkjum svo hann getur ekki hafið æfingar á fullu.

Inaki Pena hefur staðið vaktina í markinu hjá Barcelona í tveimur síðustu leikjum og ef hann verður í byrjunarliðinu gegn Atletico er það í fyrsta sinn sem hann byrjar í þremur leikjum fyrir félagið.


Athugasemdir