Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 03. janúar 2020 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
53 meiddust yfir hátíðarnar - Gætu orðið 70
Mynd: Getty Images
Alþjóðlegu leikmannasamtökin, FIFPro, biðla til yfirvalda í knattspyrnuheiminum að minnka leikjaálag í kjölfar þeirra miklu meiðslahrinu sem er að ríða yfir ensku úrvalsdeildina yfir hátíðarnar.

53 úrvalsdeildarleikmenn meiddust yfir hátíðarnar og er verið að skoða 17 aðra sem gætu mögulega verið meiddir eftir að hafa orðið fyrir hnjaski. Aðeins er talið leikmenn sem verða frá í viku eða meira.

Leikjaálagið yfir hátíðarnar hefur verið svakalegt þar sem úrvalsdeildarfélög þurftu mörg hver að spila fjóra leiki á tólf dögum. Þegar minnst leið á milli leikja fengu leikmenn aðeins 46 klukkustunda hvíld.

„Yfirvöld í knattspyrnuheiminum verða, í samráði við félög og deildakeppnir, að gera eitthvað í þessu ástandi. Það er ekki hægt að spila fótbolta án leikmanna og það verður að gæta hagsmuna þeirra þegar það kemur að leikjaálagi," segir Bobby Barnes, forseti FIFPro í Evrópu og framkvæmdastjóri ensku leikmannasamtakanna.

Son Heung-min, Sadio Mane og Alisson Becker eru dæmi um úrvalsdeildarleikmenn sem spiluðu yfir 70 leiki í fyrra og ferðuðust yfir 80 þúsund kílómetra til að spila á árinu. Þess vegna hafa alþjóðlegu leikmannasamtökin lagt fram fjórar uppástungur.

1) Skylda leikmenn til að taka sér frí. Fjórar vikur í frí á milli leiktíða og tvær vikur í frí á miðri leiktíð.

2) Takmark á fjölda leikja sem leikmaður má spila í röð þegar hvíldardagar á milli leikja eru færri en 5.

3) Takmark á leikjafjölda yfir heilt dagatalsár.

4) Setja upp viðvörunarkerfi sem skyldar leikmenn til að hvíla sig þegar álagið er of mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner