Tugir þúsunda hafa beðið í langri röð til að kveðja goðsögnina Pele sem lést nýlega. Kista Pele hefur verið til sýnis á heimavelli Santos í Brasilíu.
Fjölmörg tár hafa verið á kinnum en óhætt er að segja að Pele hafi breytt fótboltanum og er einn besti leikmaður sögunnar.
Fjölmörg tár hafa verið á kinnum en óhætt er að segja að Pele hafi breytt fótboltanum og er einn besti leikmaður sögunnar.
Lula da Silva, nýr forseti Brasilíu, var meðal þeirra sem vottuðu minningu Pele virðingu sína á Santos leikvangnum í dag.
Kistan mun svo ferðast um götur borgar Santos áður en fjölskylda og hans nánustu verða viðstödd persónulega athöfn þar sem Pele verður borinn til grafar.
Pele varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu en hann lést 29. desember síðastliðinn, 82 ára að aldri.
Hér að neðan má sjá myndir frá Santos leikvangnum þar sem Pele hefur verið kvaddur.
Athugasemdir