Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea að kaupa miðjumann frá Saint-Etienne
Mynd: Saint-Etienne
Chelsea ætlar ekki bara að láta leikmenn frá sér á þessum gluggadegi því samkvæmt heimildum talkSPORT er Chelsea að ganga frá kaupum á Mathias Amougou frá Saint-Etienne. Hann er á leið í læknisskoðun.

Amougou er 19 ára miðjumaður sem talinn er kosta 12,5 milljónir punda. Hann á að baki 19 leiki með Saint-Etienne í frönsku úrvalsdeildinni og virðist á leið til Lundúna. Hann getur bæði spilað sem varnarsinnaður miðjumaður eða á miðri miðjunni.

Hjá Chelsea færi hann í samkeppni við Moises Caicedo, Romeo Lavia, Enzo Fernandez og Kiernan Dewsbury-Hall. Amougou á að baki 15 leiki fyrir yngri landslið Frakklands.

Að öðrum Chelsea tengdum fréttum því þrír leikmenn gætu yfirgefið Chelsea á láni í dag. Carney Chukwuemeka er orðaður við Dortmund, Joao Felix við AC Milan og Ben Chilwell við Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner