Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea reyndi að fá ungan leikmann frá Man City
Nico O'Reilly.
Nico O'Reilly.
Mynd: Getty Images
Chelsea reyndi að fá Nico O’Reilly, ungan leikmann Manchester City, í þessum félagaskiptaglugga.

Samkvæmt Sky Sports þá svaraði Man City með því að félagið þyrfti að fá möguleikann að kaupa hann aftur í framtíðinni til þess að félögin gætu náð samkomulagi; það yrði að vera klásúla um það.

Chelsea neitaði að samþykkja þannig klásúlu og því gengu möguleg félagaskipti ekki upp.

O’Reilly er 19 ára gamall miðjumaður sem lék sinn fyrsta leik fyrir Man City í ensku úrvalsdeildinni í 6-0 sigrinum gegn Ipswich á dögunum.

Chelsea hefur góða reynslu af því að kaupa unga leikmenn frá Man City en félagið fékk til sín Cole Palmer frá City fyrir nokkru.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir
banner
banner