Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd gerði tilraun í gær til að fá Nkunku á láni
Christopher Nkunku.
Christopher Nkunku.
Mynd: Getty Images
Manchester United reyndi að fá Christopher Nkunku á láni frá Chelsea núna seint í glugganum.

Man Utd gerði lánstilboð í hann í gær, en Chelsea hafnaði því.

Það bendir allt til þess að Nkunku verði áfram hjá Chelsea út tímabilið.

Nkunku hefur þurft að sætta sig við að vera mikið á bekknum hjá Chelsea að undanförnu.

Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir
banner