Stjórnarmenn ítalska félagsins AC Milan hafa heldur betur látið að sér kveða á markaðnum síðustu daga en félagið hefur nú náð samkomulagi um að fá ítalska leikmanninn Riccardo Sottil á láni frá Fiorentina.
Santiago Gimenez kom til félagsins frá Feyenoord á dögunum fyrir 32 milljónir evra og þá kom Kyle Walker á láni frá Manchester City út tímabilið.
Milan ætlar að halda áfram að bæta við sig fyrir gluggalok en Joao Felix er lentur í Mílanó og á leið í læknisskoðun. Hann er að koma á láni frá Chelsea.
Ítalska félagið er þá búið að ganga frá samkomulagi um að fá Sottil, vængmann Fiorentina, á láni. Milan greiðir Fiorentina 1 milljón evra og getur þá fest kaup á honum í sumar fyrir 10 milljónir.
Á meðan eru þeir Ismael Bennacer og Noah Okafor á förum, en Bennacer er að semja við Marseille í Frakklandi. Okafor er þá formlega orðinn leikmaður Napoli, en hann kemur á láni og er 23 milljóna evra kaupákvæði í samningnum.
Bennacer, sem er frá Alsír, er 27 ára gamall miðjumaður og verið á mála hjá Milan í sex ár. Okafor er 24 ára gamall sóknarmaður sem kemur frá Sviss en hann hefur leikið með MIlan síðustu tvö ár.
Noah is proud to be one of us! ????
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) February 3, 2025
Leggi la news: https://t.co/SijRTC6oYA
???? #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeOkafor pic.twitter.com/pn71jDLIfx
Athugasemdir