Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Nico Gonzalez til Man City (Staðfest) - Eyddu 180 milljónum punda í glugganum
Mynd: Man City
Englandsmeistarar Manchester City hafa landað spænska miðjumanninum Nico Gonzalez frá portúgalska félaginu Porto fyrir 50 milljónir punda.

Gonzalez, sem er 23 ára gamall, skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning hjá Man City í kvöld.

Man City setti það í forgang að fá miðjumann í glugganum eftir að Rodri sleit krossband snemma á tímabilinu.

Á dögunum hófust viðræður Man City við Porto um Gonzalez, en enska félagið var ekki alveg reiðubúið að greiða klásúluverðið sem var 50 milljónir punda. Eftir smá umhugsunarfrest gaf félagið eftir og hefur hann nú verið staðfestur.

Gonzalez er uppalinn hjá Barcelona en hefur síðustu tvö ár spilað með Porto.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Man City kaupir í glugganum á eftir þeim Abdukodir Khusanov. Vitor Reis og Omar Marmoush, en alls eyddi Man CIty 180 milljónum punda í glugganum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner