Jeffrey Schlupp, lekmaður Crystal Palace á Englandi, gæti endað hjá skoska félaginu Celtic fyrir gluggalok.
Schlupp, sem er 32 ára gamall, varð Englandsmeistari með Leicester árið 2016 en samdi síðan við Crystal Palace ári síðar.
Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað bakvörð og á vængjunum, sem er nákvæmlega það sem Celtic er að leita að fyrir lok gluggans.
Celtic hefur átt í viðræðum við Palace um að fá Schlupp á láni út tímabilið, en aðeins á eftir að ná saman um launapakka leikmannsins.
Ef allt gengur að óskum mun hann fara í læknisskoðun í Lundúnum í kvöld áður en hann skrifar undir lánssamninginn.
Óvíst er svo hvað Ganamaðurinn gerir í sumar en samningur hans hjá Palace rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir