Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. mars 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Karen Dögg spilar með Westchester á Ítalíu (Staðfest)
Mynd: Fram

Fram hefur komist að samkomulagi við Westchester United, unglingaakademíu í New York fylki í Bandaríkjunum, um að Karen Dögg Hallgrímsdóttir keppi með liðinu á Viareggio Cup sem fer fram á Ítalíu.


Viareggio Cup er frægt unglingaliðamót sem er haldið árlega í fjallabæ í norðurhluta Ítalíu. Mótið fer fram 20. mars til 3. apríl og verður Karen Dögg fyrsti leikmaður Fram sem keppir á mótinu. Fleiri leikmenn Fram gætu fengið tækifæri til að keppa á þessu móti á komandi árum í ljósi samstarfs við Westchester United og umboðsfyrirtækið MAD Sports Management.

Karen er fædd 2008 og því aðeins á fimmtánda aldursári. Hún kom við sögu í einum leik með meistaraflokki Fram í Mjólkurbikarnum í fyrra.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

„Við óskum Karen innilega til hamingju með þetta flotta tækifæri og vitum að hún verður glæsilegur fulltrúi félagsins á Ítalíu," segir meðal annars í tikynningu frá Fram.


Athugasemdir
banner
banner